Skilmálar

Pro Solutions ehf. 

Skilmálar

1.gr Almennt

1.1 Skilmálar þessir gilda um alla þjónustu sem viðskiptavinur fær afhenta frá Pro Solutions ehf. (hér eftir
nefnt Solutions.is). Við áskrift skuldbindur viðskiptavinur sig til þess að hlíta þeim skilmálum sem
Solutions.is setur um kjör og notkun þjónustunnar.

1.2 Solutions.is veitir alhliða veflausnir til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja gegn gjaldi. Reikningar
eru gefnir út á tölvupósti og krafa send á viðskiptabanka.

1.3 Solutions.is gefur sér allt að 48 klst. til þess að svara/hefja vinnu á verkbeiðnum viðskiptavina.

1.4 Allar verkbeiðnir skulu vera sendar á tölvupóstfangið lausnir@solutions.is eða í neyðartilfellum hringja
í símanúmer 788-2826.

1.5 Áskrifanda er óheimilt að vista á heimasvæði sínu efni sem brýtur í bága við íslensk lög. Vistun á
torrent skrám, hvort sem um ræðir margmiðlunarefni eða hugbúnað til að sækja gögn sem varin eru af
höfundarrétti á vefsvæðum er stranglega bönnuð.

2.gr Notkun

2.1 Hver viðskiptavinur fær úthlutað aðgangi á sitt eigið vefsvæði með notendanafni og lykilorði sé þess
þörf eða óskað. Áskrifandi er ábyrgur fyrir sínum aðgangi og er óheimilt að afhenda lykilorð sitt öðrum
aðila.

2.2 Á vefsvæði viðskiptavinar eru þau útlit og viðbætur sem aðeins eru sett fram af Solutions.is af
öryggisástæðum. Allar verkbeiðnir sem snúa ekki að atriðum í áskrift eins og t.d. tenging við þriðja aðila
sem og breytingar úr upprunalega vef skal greiða aukalega fyrir. Solutions.is áskilur sér þann rétt að meta
hverja beiðni fyrir sig, þarfagreinir og gerir tilboð í verkið.

2.3 Solutions.is áskilur sér rétt til að takmarka eða loka á þjónustu tímabundið eða ótímabundið verði
rétthafi uppvís að misnotkun á þjónustu sem og skilmálum.

3.gr Greiðsluskilmálar

3.1 Solutions.is mun birta opinberlega gjaldskrá án VSK fyrir þjónustu á hverjum tíma á vefsíðunni
www.solutions.is. Solutions.is getur breytt gjaldskrá fyrir áskrift/þjónustu og eða öðrum áskriftarskilmálum
með eins mánaða fyrirvara. Slíkt skal tilkynnt til viðskiptavinar.

3.2 Skráður rétthafi ber ábyrgð á greiðslum til Solutions.is vegna þjónustu og notkun á vefsvæði. Öllum
fyrirspurnum er varðar reikninsmál er svarað á tölvupósti lausnir@solutions.is.

3.3 Gjalddagi þjónustu er fyrsti dagur hvers mánaðar og er hver mánuður greiddur fyrirfram.

3.4 Eindagi reiknings er 7 dögum eftir gjaldaga. Sé reikningur greiddur eftir eindaga, ber viðskiptavin að
greiða dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags auk kostnaðar við innheimtu.

3.5 Solutions.is áskilur sér rétt á að senda reikning í innheimtu og loka fyrir verkbeiðnir 7 dögum eftir að
eindagi er liðinn nema um annað sé samið.

3.6 Solutions.is áskilur sér rétt að loka fyrir alla þjónustu og rekstur vefsvæðisins ef reikningur í innheimtu
er kominn 23 daga yfir eindagi.

3.7 Athugið að greiðslukostnaður 195 kr. bætist við þegar krafa er send í netbanka.

4.gr Annað

4.1 Uppsögn á þjónustu verður að vera skrifleg. Með bindandi 12 mánaða samningi er uppsagnafrestur 3
mánuðir. Uppsögn tekur ekki gildi fyrr en að binditíma loknum og miðast uppsögn við mánaðarmót.

4.2 Ef verðhækkun verður á þjónustu/áskrift og viðskiptavinur samþykkir ekki nýjan skilmála er honum
heimilt að segja upp þjónustu þó binditíma sé ólokið og viðskiptavinur heldur umsömdu upprunalegu
verði. Uppsagnarfrestur skal þó alltaf vera 3 mánuðir og segja þarf upp skriflega eigi síðar en síðasta dag
mánaðar.

4.3 Solutions.is áskilur sér rétt til að endurskoða þessa skilmála án fyrirvara ef þörf krefur.

4.4 Solutions.is áskilur sér rétt til að senda viðskiptavinum tölvupóst/skilaboð með tilkynningum er varða
þjónustuna.

4.5 Solutions.is áskilur sér rétt til þess að eyða gögnum viðskiptavinar ef reikningar hafa ekki verið
greiddir samfellt í 3 mánuði.

4.6 Brot á ofangreindum skilmálum getur valdið tafarlausri lokun á þjónustu.