Vefsíðugerð

Snjallvæn vefsíðugerð þar sem notendaupplifun er í fyrsta sæti.

$

Við tengjum við öpp, greiðslugáttir, birgðakerfi, bókhaldskerfi og hvað sem það er sem þú þarft á að halda til þess að auðvelda þér reksturinn.

Það er ekkert verkefni of stórt eða lítið fyrir okkur hjá Solutions. Hvort sem þú ert með eldri vef sem þarf að uppfæra eða vilt fá nýja vefsíðu þá sérsniðna að þínum þörfum. Sérfræðingar okkar geta hannað allt frá stöðluðum upplýsingarvefum upp í flóknari bókunarvefi.

Við erum lausnamiðað og árangursdrifið vefhönnunarfyrirtæki sem sérhæfum okkur í WordPress, WooCommerce, Shopify, Wix, Magento, BigCommerce ásamt öðrum vefhönnunar tólum – láttu sérfræðinga okkar sjá um þína vefsíðugerð.

1

Ræðum hugmyndir & tímalínu

Við setjumst niður með þér og „brainstormum“ hugmyndir af útliti og virkni vefsins. Á þessu stigi gerum við grófar teikningar af vefnum og áætlum tímalínu verkefnisins.

2

Innsetning efnis & hönnun

Hönnuðir okkar fara svo á fullt við að láta þessar hugmyndir vakna til lífsins og hanna notendavæna vefsíðu sem grípur augað og nær árangri.

3

Loka Úttekt & stíllingar

Hér geturu séð heildarmynd vefsíðunnar og komið með loka athugasemdir að fínstillingum áður en vefurinn fer í loftið.

Upplýsingavefur

Vefsíða er andlit fyrirtækisins eða verkefnisins.

Við sérsmíðum  vefsíður og tryggjum að vefsíðan þín fangi athygli viðskiptavina og stuðli að notendavænni upplifun.

Hönnuðir okkar sjá bæði um að uppfæra útlit á gömlum vefsíðum sem og sérsmíða nýjar, nútímalegar og aðlaðandi vefi sem endurspeglar fullkomlega vörumerki þitt og gildi.

Vefverslun

Við hjá Solutions sérhæfum okkur í WooCommerce, Shopify, Magento og BigCommerce. Við byggjum fallegar vefverslanir með frábæra notendaupplifun sem auðvelt er að stjórna.

Hönnuðir okkar gefa sér tíma í að kynnast þörfum þínum og hugmyndum til þess að smíða vefverslun sem hentar þínum rekstri.

Áskriftarvefur

Það er mjög vinsælt í dag að selja áskriftir að Podcasti, rafbókum, námskeiðum og öðru efni. Það er mikil vöntun á lausn fyrir fólk sem vill geta selt áskriftir og flestum finnst þetta vera erfitt og flókið ferli í útfærslu og framkvæmd.

Með kerfinu sem við setjum upp er einfalt að búa til áskriftir og hafa umsjón með vörum með endurteknum greiðslum.

Ef þú ert að íhuga að vera með áskriftarvef þá getur Solutions aðstoðað þig all leið.

Bókunarvefur

Vefbókunarkerfi eru sérstaklega vinsæl og oft hönnuð fyrir þjónustufyrirtæki, verslanir og einstaklinga sem selja tíma eða aðra tímabundna þjónustu og/eða vörur.

Ertu með vöru eða þjónustu sem þarf að leigja út í klukkustundir eða daga eins og t.d gistiheimili, hótel, bíla, hjól, þjálfun, klæðnað, verkfæri, græjur eða viltu geta selt tíman þinn, miða, laus sæti, námskeið?

Sendu okkur fyrirspurn eða bókaðu okkur í spjall. Við getum séð um að sérsmíða lausn sem hentar þér!

Sjáðu hvað viðskiptavinir höfðu að segja..

“Mér datt ekki til hugar að hægt væri að fá svona góða þjónustu og flotta hönnun á hagstæðu verði og hafa viðtökurnar við nýju vefsíðunni okkar verið frábærar. Ég mæli hiklaust með að vinna með Solutions.“

StudioKast

“Það kom mér skemmtilega á óvart hvað þeir vinna hratt og örugglega. Þeir eru sveigjanlegir, liðlegir, lausnamiðaðir, hugmyndaríkir og einstaklega þjónustulundaðir.”

Fyrirhann.is

“Þeir eru snöggir, faglegir, lausnamiðaðir og ekki má gleyma skemmtilegir. Geggjuð þjónusta í alla staði á rugl góðu verði. Ég myndi ráðleggja öllum sem eru í vefsíðu hugleiðingum að leita til Solutions, þeir láta þetta gerast.​ ​Takk fyrir mig!”

Illverk Podcast

“Ég mæli 100% með strákunum hjá Solutions! Algjörir snillingar í sínu fagi og veita persónulega og góða þjónustu. Þeir vinna hratt og örugglega og voru einstaklega liðlegir og þolinmóðir” 

RÝL – Klæðskeri.is

 “Þjónustan er með allra besta móti, alltaf jákvæðir, liðlegir, hjálpsamir og faglegir í öllum samskiptum. Þeir hafa leyst hvern þann vanda eða spurningar sem við höfum lagt fyrir þá. Verðlagningin er sanngjörn og við mælum hiklaust með þeim.” 

Verzlanahöllin

“Traustið er að mínu mati það allra mikilvægasta í svona vinnu og samskiptum. Að ég geti verið óhræddur við að biðja um álit, breytingar og að þeir leiði mig í rétta átt með vefsíðuna.það gerðu þeir svo sannarlega, ég er svakalega ánægður með afraksturinn og þeir verða „my go to“ í vefmálum í framtíðinni.“ 

Aurora Experts

„Solutions komu sterkir inn og náðu að einfalda fyrir okkur reksturinn og gera leiðir okkar skilvirkari. Við erum virkilega ánægður með þeirra lausnir, útfærslur og vinnubrögð sem voru persónuleg og hnitmiðuð.“

Kapalvæðing

„Strákarnir hjá Solutions stóðust allar væntingar. Framúrskarandi þjónusta, fagmennska og sveigjanleiki voru í fyrirrúmi ásamt vönduðum vinnubrögðum. Virkilega þægilegir í samskiptum og vantar ekki upp á svörun við alls kyns spurningum og lausnum á málum. Ég mæli hiklaust með þeim.“

Oliner Systems

Eftir hverju ertu að bíða? Hafðu samband og fáðu ráðgjöf og tilboð þér að kostnaðarlausu.